
Þriðjudaginn 8. apríl mættust Afturelding og Völsungur í þriðja leik í undanúrslitum.
Leikurinn byrjaði mjög jafnt en náði Völsungur mikilvægum stigum í 11 – 11 sem kom þeim í 19 – 12. Afturelding héldu í en náði Völsungur að halda sínum leik og unnu hrinuna 25 – 19.
Önnur hrina byrjaði mjög svipuð og náði Völsungur góðri runu eftir 11 – 11 og komust í 17 – 13. Afturelding náðu að minnka muninn aðeins en í 18 – 16 settu Völsungs konur í 5 gír og tóku 7 stig í röð og kláruðu því hrinuna 25 – 16.
Afturelding ætlaði ekki að láta fara illa með sig og mættu sterkari inn í þriðju hrinu og byrjuðu hana 1 – 8 yfir. Völsungur fengu nokkur stig í röð sem kom þeim næstum inn í hrinuna en náði Aftureling að sigla hrinunni jafnt og þétt þannig Völsungur náði aldrei að jafna og kláraði Afturelding hrinuna 19 – 25.
Bæði lið voru orðin sjóðheit og tilbúin að gefa allt í þennan leik, Völsungur byrjuðu 5 – 1 yfir en var Afturelding ekki lengi að jafna í 8 – 8 en náði Völsungur síðan mikilvægu forskoti í 11 – 9. Afturelding gaf allt í en var mikið stuð í Völsungs konum og var farið að heyrast mikið í stuðnings mönnum Völsungs. Liðin skiptust á að fá stig eftir stig og skilaði hver einasti smassari öllum boltum beint í gólf og í 20 – 19 gerði Völsungur double change og tóku 5 stig í röð og unnu því hrinuna 25 – 19 og því með leikinn 3 – 1.
Völsungur er því komin í úrslit og munu þar mæta KA.