Uncategorised

Völsungur tók á móti Hamri

Screenshot

Laugardaginn 1. febrúar tók Völsungur á móti Hamri.

Leikurinn byrjaði mjög jafnt og voru liðin jöfn í 8 – 8 og 13 – 13 en þá gaf Hamar í og náði forskoti. Hamar náði að halda þessu forskoti út alla hrinuna og unnu hrinuna 18 – 25.

Völsungur komu sterkari inn í aðra hrinu og voru komnir yfir 7 – 2 en náði Hamar að jafna í 9 – 9. Það var mikil spenna og skiptust liðin á að fá stig eftir stig og voru jöfn frá 13 – 13 til 18 – 18. Hamar gaf þá í og náðu að vinna hrinuna 22 – 25.

Hamar héldu áfram að spila sinn leik og voru komnir snemma með yfirhöndina í þriðju hrinu. Völsungur reyndu að halda í en var bilið of mikið og náðu þeir aldrei að jafna og vann því Hamar 3 hrinu 20 – 25 og því með leikinn 0 – 3.