Fólkið á bakvið fréttirnar
Matthildur Einarsdóttir
Matthildur er 23 ára gömul atvinnukona í blaki og er stödd í Slóvakíu að þessu sinni að spila þar í efstudeildinni. Með atvinnumennskunni stundar Matthildur nám frá Háskólanum á Bifröst í Viðskiptafræði. Matthildur er uppalinn HKingur og hefur spilað blak síðan hún var um 6 ára.
Sara Ósk Stefánsdóttir
Sara Ósk er 22 ára gömul og er stödd i Danmörku þar sem hún spilar með liðinu Holte í efstu deild. Sara er buin að vera í danmörku seinustu 3 árin byrjaði í námi dönskum háskóla i febrúar 2024. Sara er uppalin HK-ingur og hefur spilað blak frá 12 ára aldri.
Líney Inga Guðmundsdóttir
Líney er 22 ára og uppalinn HK-ingur. Líney spilar með HK þetta tímabil, en tímabiliði 22/23 bjó hún í Danmörku og spilaði með Brøndby. Líney er á fyrsta ári í Íþróttafræði í Háskóla Íslands.
Elísabet Einarsdóttir
Elísabet er 26 ára gömul og hefur spilað blak frá sex ára aldri. Elísabet spilaði sem atvinnukona í Sviss og þar á eftir flutti hún til Danmerkur til að elta drauma sína í strandblaki með Berglindi Gígju og spiluðu þær á erlendum mótum sem og World tour. Fimm árum seinna er Elísabet mætt aftur í Atvinnumennskuna og spilar í Montenegro í efstu deildinni. Elísabet með BA í Sálfræði.
Jóna Margrét Arnarsdóttir
Jóna er 21 ára gömul atvinnukona í blaki og er um þessar mundir að spila á spáni. Jóna er að taka sitt annað tímabil með Sant Joan. Jóna er uppalin í KA og byrjaði að spila blak 11 ára gömul.
Stefán Gunnar Þorsteinsson
Stefán er 29 ára og hefur hann spilað með HK í fjölda ára en er nú kominn í BFH eftir ævintýra ferð til Danmörku þar sem hann spila bæði með Marinlyst og Amager í dönsku úrvalsdeildinni. Stefán vinnur nú sem rafvirki samhliða skóla.
Arna Sólrún Heimisdóttir
Arna er uppalin í Stjörnunni og skipti yfir í HK veturinn 2017. Arna flutti út til Spánar haustið 2024 og er komin til liðs við Sant Joan þar sem Jóna Margrét einnig spilar.
Herborg Vera Leifsdóttir
Herborg er 27 ára blakari, uppalin HK-ingur. Þetta tímabil er hún búsett á Ítalíu ásamt kærasta sínum Hristiyan sem spilar þar atvinnumennsku. Í fjarverunni starfar hún einnig fyrir Sky Lagoon og er að læra viðskiptafræði.
Hafsteinn Már Sigurðsson
Hafsteinn er 23 ára atvinnumaður í blaki. Hann spilar nú í Svíþjóð með Habo Wolley. Hafsteinn er uppalinn hjá Vestra en haustið 2022 flutti hann til Reykjavíkur og spilaði tvö tímabil með Aftureldingu.
Heba Sól Stefánsdóttir
Heba er 20 ára