Landsliðið

U-17 landsliðin okkar mætt til Ikast á NEVZA

Í vikunni fer fram U-17 NEVZA í Ikast í Danmörku þar sem að Ísland, Finnland, Danmörk, Færeyjar, Noregur og England taka þátt í keppninni.

Í morgun kl 4:00 lögðu U-17 landsliðin okkar af stað frá Laugardalnum með rútu til Danmerkur þar sem að þau eru að fara að spila á NEVZA næstu dagana. Liðin flugu til Billund þar sem að þau fóru með rútu til Ikast þar sem að keppnin fer fram.

Bæði kvenna og karla liðin fóru á æfingu í dag og eru tilbúin að hefja keppni á morgun.

U-17 Karlaliðið mætir Danmörku kl 8:00 (ÍSL tíma) og Noregi kl 13:00 (ÍSL tíma)

U-17 Kvennaliðið mætir Danmörku kl 13:00 (ÍSL tíma) og Norgei kl 18:00 (ÍSL tíma).

Við óskum liðunum góðs gengis og munum við uppfæra hvernig liðunum gengur og hvenær fleiri leikir verða. Hérna fyrir neðan er streymi af leikjunum og hvetjum við fólk til þess að horfa á unga og efnilega leikmenn spila fyrir Íslands hönd.

Áfram Ísland!!

https://www.danskvolley.tv/da/home

Maður þarf að stofna aðgang og greiða í kringum 1000 isl kr sem gefur manni aðgang að öllum leikjum NEVZA mótsins.