Í gærkvöldi fór tvíhöfði fram í Mosfelsbænum þar sem Þróttur Reykjavík kom í heimsókn kvennamegin og Hamar karlamegin. Velina Apostolova, fyrirliði Aftureldingu, hefur spilað yfir 300 leiki fyrir félagið og byrjað var á því að heiðra hana fyrir það.
Í liði Aftureldingar vantaði þrjá leikmenn úr venjulegu byrjunarliði, þær Astrid, Daníelu og Kingu sem gátu ekki spilað vegna meiðsla og veikinda. Þróttur byrjaði af krafti en Afturelding náði yfirhöndinni í lokinn og vann fyrstu hrinuna 25-19. Seinni tvær hrinurnar vann Afturelding sannfærandi 25-17 og 25-16. Lokatölur leiksins voru 3-0 og gerði því ekki til að það vantaði lykilleikmenn hjá Aftureldingu.
Thelma Dögg Grétarasdóttir var stigahæst í liði Aftureldingar með 19 stig og Isbelia Diana Alfaro Coronel var stigahæst í liði Þróttar með 9 stig.
Afturelding – Hamar
Fyrir karlaleikinn voru liðin tvö jöfn í fyrsa sæti með 6 stig hvor eða fullt hús stiga og mátti búast við hörkuleik. Fyrstu tvær hrinurnar unnu Hamarsmenn 25-21. Afturelding fór þá í gang og þriðja hrinan var mjög jöfn. Í stöðunni 28-28 fór Atli Fannar í uppgjöf fyrir Aftureldingu og meiddist illa í vörninni. Þegar leikurinn hófst aftur tók Hamar næstu tvö stig og vann hrinuna 30-28 og þar með leikinn 3-0.
Roman Plankin var stigahæstur í liði Aftureldingar með 17 stig og Tomek Leik var stigahæstur í liði Hamars með 13 stig.
Afturelding fer norður á laugardaginn þar sem bæði lið mæta Völsungi í Úrvalsdeild kvenna og karla. Þróttur Reykjavík á ekki leik fyrr en 18. október gegn HK og Hamar á einnig leik við HK 11. október.