Um okkur

Fólkið á bakvið fréttirnar

Matthildur Einarsdóttir

Matthildur er 22 ára gömul atvinnukona í blaki og er stödd í Ungverjalandi að þessu sinni að spila þar í efstudeildinni. Matthildur er uppalinn HKingur og hefur spilað blak síðan hún var um 6 ára.

Sara Ósk Stefánsdóttir

Sara Ósk er 21 ára gömul og er stödd i Danmörku þar sem hún spilar með liðinu Holte í efstu deild. Sara er buin að vera í danmörku seinustu 2 árin og er að byrja i námi í dönskum háskóla i febrúar 2024. Sara er uppalin HK-ingur og hefur spilað blak frá 12 ára aldri .

Líney Inga Guðmundsdóttir

Líney er 21 árs og uppalinn HK-ingur. Líney var að koma heim eftir að vera eitt tímabil í Danmörku þar sem hún spilaði með Brøndby. Líney er komin aftur í HK á meðan hún er í námi í FB á hönnunar- og nýsköpunarbraut fyrir stúdenta. Planið hjá Líney er svo að halda áfram að læra og spila vonandi í öðru landi.

Elísabet Einarsdóttir

Elísabet er 25 ára gömul og hefur spilað blak frá sex ára aldri. Elísabet spilaði sem atvinnukona í Sviss og þar á eftir flutti hún til Danmerkur til að elta drauma sína í strandblaki með Berglindi Gígju og spiluðu þær á erlendum mótum sem og World tour. Fjórum árum seinna er Elísabet enn stödd í Danmörku og spilar inniblak með Gentofte í efstu deildinni. Elísabet er nýútskrifuð með BA í Sálfræði og er nú að vinna með börnum samhliða blakinu.

Jóna Margrét Arnarsdóttir

Jóna er 20 ára gömul atvinnukona í blaki og er um þessar mundir að spila á spáni. Jóna er uppalin í KA og byrjaði að spila blak 11 ára gömul.

Stefán Gunnar Þorsteinsson

Stefán er 28 ára og hefur hann spilað með HK í fjölda ára en er nú kominn í BFH eftir ævintýra ferð til Danmörku þar sem hann spila bæði með Marinlyst og Amager í dönsku úrvalsdeildinni. Stefán vinnur nú sem rafvirki samhliða skóla.

Arna Sólrún Heimisdóttir

Arna er uppalin í Stjörnunni og skipti yfir í HK veturinn 2017 og hefur spilað þar til dagsins í dag. Arna er 21 árs námsmaður í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík ásamt því að vinna hlutastarf í bókhaldinu hjá Alvogen/Flóka Invest.

Herborg Vera Leifsdóttir

Herborg er 26 ára blakari, uppalin HK-ingur. Þetta tímabil er hún búsett í Búlgaríu ásamt kærasta sínum Hristiyan sem spilar þar atvinnumennsku í efstu deild. Í fjarverunni starfar hún einnig fyrir Sky Lagoon og er að læra viðskiptafræði.