Landsliðið

U-17 NEVZA, dagur 1

Í dag spiluðu U-17 landsliðin fyrstu leikina sína á NEVZA.

Bæði kvenna og karlaliðið spiluðu 2 leiki en þau kepptu bæði á móti Danmörku og Noregi.

Strákarnir byrjuðu daginn kl. 10:00 þar sem að þeir mættu Dönum. Leikurinn fór 3-0 fyrir Danmörku en hrinurnar fóru 25-23, 25-11, 25-18.

Seinni leikur strákanna fór fram kl. 15:00 og mættu þeir þá Noregi og fór sá leikur 3-1 fyrir Norðmönnum, 25-16, 25-19, 15-25, 25-13.

Stelpurnar spiluðu sinn fyrsta leik kl. 15:00 í dag á móti Dönum og fór leikurinn 3-0 fyrir Danmörku, 25-16, 25-17, 25-14.

Seinni leikur stelpnanna í dag var á móti Noregi og fór leikurinn 3-1 fyrir Noregi, 25-16, 20-25, 25-9, 25-14.

Á morgun munu liðin spila um að komast í undanúrslit og mæta bæði lið Englandi, stelpurnar kl. 10:00 og strákarnir kl. 12:00.

Áfram Ísland!