Erlendar fréttir

Holte með sannfærandi 3-0 sigur gegn Køge

Sunnudaginn 15. október spilaði Holte á heimavelli á móti Køge.

Holte voru nýkomnar heim frá Portúgal þar sem að þær mættu Sporting CP Lissabon í undankeppni í Evrópu bikarnum. Það var því mikilvægt að koma með réttu hugafari inn í leikinn á móti Køge, en þær liggja á botni deildarinnar.

Holte komu með krafti inn í leikinn og fengu allir leikmenn liðsins að spreyta sig á vellinum. Heimakonur héldu forystunni alla fyrstu hrinuna og unnu hana 25-12.

Önnur hrina var að sama skapi og sú fyrsta og unnu Holte konur hrinuna sannfærandi 25-10.

Gestirnir komu með meiri krafti inn í þriðju hrinuna, heimakonur ætluðu þó ekki að láta það taka sig út af laginu og með öruggu spili seinni helming hrinunnar kláruðu þær hana 25-19 og sigruðu þar með leikinn 3-0.

Stigahæðsti leikmaður Holte var Sara Ósk Stefánsdóttir með 12 stig og á eftir henni var Frida Brick með 10 stig. Stigahæðsti leikmaður Køge var Tatyana Kirillova með 4 stig.

Næsti leikur Holte er á þriðjudaginn 17. október kl. 19:00 þar sem að þær fá Portúgalska liðið í heimsókn og þurfa þær að gefa allt í leikinn til þess að eiga möguleika á því að halda ævintýrinu áfram í Evrópu bikarnum.