Erlendar fréttir

Odense Volleyball leiða 2-0 í einvíginu eftir sigur

Föstudaginn 19. apríl fékk Odense Volleyball Nordenskov á heimavöll sinn þar sem að annar leikur í einvíginu um Danmarksmeistaratitilinn var spilaður.

Leikurinn byrjaði jafn þar sem að liðin skiptust á því að skora upp að stöðunni 6-6. Þá gáfu Odense Volleyball í og komust í 11-6 forystu. Eftir það skiptust liðin á því að skora en Odense Volleyball héldu samt forystunni. Um miðja hrinu gáfu Nordensov í og jöfnuðu Odense Volleyball í stöðunni 18-18. Eftir það var hrinan æsispennandi og enduðu Nordenskov á því að taka fyrstu hrinuna 23-25.

Önnur hrina var einnig mjög jöfn og lítill munur á liðunum. Um miðja hrinu gáfu Odense Volleyball í og komu sér í 16-11 forystu. Nordenskov hélt í við Odense Volleyball en heimamenn voru sterkari og lokuðu hrinunni 25-21.

Líkt og fyrstu tvær hrinurnar var þriðja hrinan afar jöfn og lítill sem enginn munur á liðunum. Odense Volleyball höfðu þó betur og sigruðu þriðju hrinuna 25-21.

Odense Volleyball voru í stuði og komu sterkir inn í fjórðu hrinu þar sem að þeir leiddu 4-1 og 12-6. Með sterkum sóknum Odense Volleyball voru Nordenskov í vandæðum með að halda í við þá og sigruðu Odense Volleyball hrinuna 25-20 og þar með leikinn 3-1.

Odense Volleyball leiðir nú einvígið 2-0 og eiga möguleikann á því að verða Danmarskmeistarar í kvöld þegar að þeir fara til Nordenskov og spila þriðja leikinn í einvíginu kl 18:00 á ísl tíma.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *