Erlendar fréttir

Odense Volleyball Danmarksmeistarar annað árið í röð!

Þriðjudaginn 23. apríl fóru Odense Volleyball strákarnir til Nordenskov þar sem að liðin mættust í þriðja leik í úrslitum um Danmarksmeistaratitilinn. Odense Volleyball leiddu einvígið 2-0 og áttu því möguleikann á því að tryggja sér titilinn með sigri.

Leikurinn byrjaði jafn en í stöðunni 7-7 gáfu Odense Volleyball í og leiddu 7-12. Áfram héldu Odense Volleyball að pressa á heimamenn og leiddu hrinuna 9-17 og 11-20. Odense Volleyball sigruðu fyrstu hrinuna sannfærandi 14-25.

Önnur hrina byrjaði jöfn en náðu Nordenskov fljótt forystunni 14-8. Nordenskov voru sterkir og áttu Odense Volleyball erfitt með að halda í við þá og sigruðu heimamenn hrinuna 25-18.

Odense Volleyball komu gíraðir inn í þriðju hrinu og leiddu 2-8 og 6-12. Nordenskov gáfu þá í og brúuðu bilið í 14-15 og jöfnuðu Odense Volleyball í stöðunni 17-17. Eftir það var hrinan æsi spennandi og lokuðu Odense Volleyball hrinunni 23-25.

Aftur byrjuðu Odense Volleyball hrinuna vel og leiddu 2-7. Odense Volleyball voru með í lás og héldu forystunni 10-19. Nordenskov voru í vandæðum með sterkt lið Odense Volleyball og sigruðu Odense Volleyball hrinuna 18-25 og þar með leikinn 1-3.

Odense Volleyball eru þar með Danmarksmeistarar og óskum við þeim Galdri Mána, Ævarri Frey og Þórarinn Erni innilega til hamingju með titilinn og glæsilegan árangur.

Stigahæstur í liði Odense Volleyball var hann Nikolaj Hjorth sem einnig var valinn sem kanntur í lið ársins, á eftir honum kom Ævarr Freyr með 15 stig. Fyrir lið Nordenskov var hann Jonathan Carlson með 14 stig.

Odense Volleyball eru nú tvöfaldir meistarar annað árið í röð þar sem að þeir hafa unnið bæði bikarinn og Danmarksmeistaratitilinn!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *