Innlendar fréttir

Öruggur sigur í Hveragerði

Á laugardainn síðastliðinn mættust Hamar og Þróttur Fjarðabyggð á heimavelli Hamars. Hamrasmenn byrjuðu leikinn sterkt og voru komnir 5-0 yfir þegar Þróttur tekur leikhlé. Ekki dugði það til og héldu Hamarsmenn áfram að pressa mikið. Fyrsta hrina endaði þá með sigri Hamars 25-11.

Önnur hrina var töluvert jafnari en sú fyrri og náðu Þróttarar að halda vel í Hamarsmenn. Aldrei voru meira en tvö stig á milli liðanna en í seinni hluta hrinurnar tóku Hamarsmenn frammúr og staðan komin í 16-11. Hamarsmenn héldu pressunni áfram og unnu hrinuna 25-17.

Enn og aftur byrjuðu Hamarsmenn vel en mikil og góðbarátta var hjá Þrótturunum. Ekki dugði það til og unnu Hamar því hrinuna 25-19 og þar með leikinn 3-0.

Stigahæstur hjá Hamri var Tomek Leik með 19 stig og þar á eftir honum var það Hafsteinn Valdimarsson með 9 stig. Í liði Þróttar var Raul Gracia Asensio stigahæstur með 13 stig og á eftir honum var það hann Sölvi Páll Sigurpálsson með 7 stig.