Fréttir - Innlendar fréttir

Hamarsmenn komnir í úrslit

Hamarsmenn tryggðu sér sæti í úrslitum Unbrokendeildar karla í gærkvöld. Staðan í einvíginu var jöfn 1-1 og því ljóst að tapliðið væri komið í sumarfrí. 

Fyrsta hrina var hnífjöfn og skiptust liðin á að ná forystu þar til Hamar jafnaði 23-23 og vann svo hrinuna 25-23.

Aðra hrinu byrjuðu heimamenn af kappi og náðu strax 4urra stiga forystu. Þá vöknuðu KA menn og náðu að hanga í Hamarsmönnum en náðu þó aldrei að vinna upp forystuna frá því í upphafi. Hamar vann hrinuna að lokum 25-20.

Þriðja hrina var hnífjöfn og spennandi og jafnt á mörgum tölum. Heimamenn reyndust þó sterkari á lokasprettinum þrátt fyrir harða baráttu KA manna. Lokatölur 25-22

Stigahæstur í liði Hamars var Tomek Leik með 13 stig en í liði KA var það Miguel Mateo Castillo með 15 stig.

Hamar mætir Aftureldingu í úrslitum en Afturelding sló Vestra út 2-0.

Fyrsti leikur liðanna er á miðvikudag kl. 19:30 í Hveragerði.