Fréttir - Innlendar fréttir

Afturelding komnir í undanúrslit

Aftureldingamenn mættu gíraðir í leik og komust fljótt yfir í 6-1 með vel stilltri blokk og góðri sókn. Afturelding hélt áfram alla hrinuna að pressa vel og áttu Völsungsmenn erfitt með að koma sér inn í leikinn og var forskotið of mikið. Afturelding vann hrinuna 25-16.

Önnur hrina var mikið meira spennandi og var jafnt fram að 8-8 þegar Völsungur fengu 4 stig í röð og komust í 12-8. Mikið var um klaufa mistök hjá Aftureldingu og náði Völsungur að blokka vel og héldu út forskotinu þangað til að Afturelding náði að jafna í 22-22. Völsungur var yfir 24-23 og gátu unnið hrinuna en Roman Plankin hjá Aftureldingu var vel gíraður í sókn og unnu þeir hrinuna 26-24.

Líkt og í annari hrinu var jafnt fram að 7-7. Afturelding náði svo hægt og rólega að skríða fram úr og um miðja hrinu voru þeir 16-12. Völsungsmenn gáfust ekki upp en gestirnir voru of sterkir og unnu hrinuna 25-21 og þar með leikinn 3-0 og komnir í undanúrslit um Íslandsmeistartitilinn.