Erlendar fréttir - Fréttir

Mikil spenna í leikjum helgarinnar í Danmörku

Undanúrslitin í Danmörku eru æsispennandi en í dag klukkan 14:00 (12:00 ísl) munu Aarhus og Gentofte mætast í 5 leik. Þessi lið hafa skipts á að vinna leikina á útivelli og í dag mun Gentofte, lið Elísabetar fara í heimsókn til Aarhus og vonandi halda “hefðinni” áfram og ganga út með sigur og þar með tryggja sér sæti í úrslitum um Danmerkurmeistaratitilinn.

Á morgun spila svo Brondby og Holte einnig 5 leik í undanúrslitunum en Brondby vann fyrstu tvo leikina og var Holte komin með bakið upp við vegg en þær náðu að vinna seinustu tvo leiki og tryggja 5 leikinn. Sara Ósk spilar í lið Holte en þær keppa á morgun klukkan 16:30 (14:30 ísl) á heimavelli og með sigri tryggja þær sér sæti í úrslitum um Danmerkurmeistartitilinn.

Hægt er að horfa á leikina live hér https://www.danskvolley.tv/da/home

Við vonumst auðvitað til að sjá bæði Söru Ósk og Elísabetu í úrslitum.