Erlendar fréttir - Okkar fólk úti

3-0 tap í fyrsta leik Matthildar

Efsta deildinn í Ungverjaladi fer af stað með látum og er landliðskonan Matthildur Einarsdóttir nú að spila í henni með liðinu DVTK sem tók á móti Szent Benedek RA.

Fyrsta hrina byrjaði gríðalega spennandi og skiptu liðinn á flottum stigum og stóðu leikar jafnir í 16-16. Þegar leið á hrinuna náði Benedeka yfirhöndini og tók hrinuna 25-19.

DVTK komu sterkar inn í aðra hrinu og með góðri uppgjafapressu frá Matthildi náðu þær góðri forustu í stöðuni 7-2.  Benedek náði þó að vinna upp forskotið og leiddu 16-12. DVTK borðust hart og komu sér inn í leikinn en gestirnir héldu út og unnu hrinuna 25-21.

Þriðja hrina var gríðalega jöfn þar sem bæði lið sýndu frábæra takta en Benedek náði þó aftur að slíta sig frá heimakonum í stöðuni 18-14. Erfitt var fyrir heimakonur að brúa það bil og unnu gestirnir hrinuna 25-16 og því leikinn 3-0.

Næsti leikur hjá DVTK er Sunnudaginn 22. Október á móti Fatum Nyíregyháza á útivelli.