Landsliðið

U-17 NEVZA, dagur 2

Í dag spiluðu bæði kvenna og karlaliðið á móti Englandi um sæti í undanúrslitum.

Stelpurnar byrjuðu daginn snemma og spiluðu sinn leik kl. 8:00 (ísl tíma) og fór leikurinn 3-0 fyrir Englandi, hrinurnar fóru 25-16, 25-18 og 25-16.

Strákarnir spiluðu sinn leik kl. 10:00 (ísl tíma) og fór sá leikur einnig 3-0 fyrir Englandi, og fóru hrinurnar 25-22, 25-17 og 25-17.

Á morgun spila bæði lið á móti Færeyjum um 5. sætið. Strákarnir kl. 7:30 (ísl tíma) og stelpurnar kl. 9:30 (ísl tíma).

Áfram Ísland!!