Landsliðið

U19 Nevza, dagur 1

Fyrsta deginum lauk í dag á NEVZA í Finnlandi þér sem u19 landsliðin okkar eru að keppa. Stelpurnar byrjuðu leik snemma í morgun á móti ógnarsterku liði Finna. Strax frá fyrsta stigi var nokkuð ljóst að þær væru nokkrum levelum hærra en flest liðin á mótinu. Stelpurnar börðust þó og stóðu sig með prýði. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Finnlandi.

Annar leikurinn þeirra var á móti Norðmönnum. Leikurinn var heldur betur spennandi og voru Íslensku stelpurnar alveg hreint magnaðar en þurftu þær þó að lúta fyrir hávöxnu og sterku liði Noregs og endaði leikurinn 1-3.

Þær eiga síðan næsta leik á móti Danmörku á morgun klukkan 10:00 ( 07:00 á Íslenskum tíma) og fer það alfarið eftir úslitum leiksins hvenær þær spila næst. Ef þær vinna keppa þær í undanúrslitum klukkan 20:00 (17:00 á Íslenskum tíma) þann sama dag en ef þær tapa keppa þær klukkan 08:00 (05:00 á Íslenskum tíma) morguninn eftir.

Strákarnir áttu fyrsta leik á móti Danmörku um hádegi. Strákarnir sýndu fína takta en dugði það ekki til á móti Dönunum sem spiluðu vel og endaði leikurinn þar með 3-0. Næsta leik áttu þeir á móti Englandi og var sá leikur mun meira spennandi. Leikurinn var langur og fór hann í oddahrinu þar sem okkar lið fór með sigur af hólmi og unnu því leikinn 3-2.

Næsti leikur hjá strákunum er klukkan 12:00 (09:00 á Íslenskum tíma) á móti Svíþjóð og líkt og hjá stelpunum fer það alfarið eftir úrslitum leiksins hvenær þeir eiga leik næst. Ef þeir tapa spila þeir klukkan 20:00 ( 17:00 á Íslenskum tíma) þann sama dag en ef þeir vinna spila þeir aðeins fyrr.

Því miður er ekki möguleiki að horfa á streymið hjá þeim ef þið eruð staðsett á Íslandi en okkar fólk úti eru að standa sig eins og hetjur og reyna með fremsta megni að vera live frá leikjunum á facebook síðunni: https://www.facebook.com/groups/707982164519337/?

Við hvetjum alla til þess að kíkja á leikina og óskum við liðinum áfram góðs gegngis á mótinu.

Áfram Ísland!