Erlendar fréttir - Fréttir - Okkar fólk úti

Matthildur og lið hennar DVTK tók á móti ríkjandi meisturum Vasas

Ríkjandi Ungverskir meistarar, Vasas frá Búdapest, mættu ákveðnar til leiks og náðu fljótt góðri forystu í fyrstu hrinu. Í stöðunni 14-6 fyrir Vasas skoraði Matthildur tvö góð stig með laumu og úr uppgjöf sem blés lífi í lið DVTK en Vasas héldu sterkar áfram og unnu fyrstu hrinuna 25-16.

DVTK komu mun einbeittari inn í aðra hrinu og sýndu frábært spil og stóðu lengi vel í Vasas sem leiddi þó 15-13. Matthildur hélt áfram að dreifa spilinu vel og náðu heimakonur að jafna í 18-18. Tók þá gríðalega spennandi kafli við þar sem Vasas tók leikhlé í stöðuni 24-23 og tóku þær svo síðasta stigið og unnu þar með aðra hrinu 25-23.

Vasas byrjaði þriðju hrinuna af krafti og náði góðum tökum á hrinunni. Heimakonur áttu góða spretti inn á milli en var það ekki nóg og tók Vasas þriðju hrinuna 25-14 og því leikinn 3-0.