Innlendar fréttir

Um helgina fer fram stórt yngriflokkamót að Varmá í Mosfellsbæ

Um helgina fer fram Íslandsmót fyrri hluti fyrir U14 og U16 ásamt Haustmóti fyrir U12.

Blakdeild Aftureldingar hefur umsjón með mótinu og er það í stærri kantinum þar sem spilaðir verða um 180 leikir á 12 völlum.

Við hvetjum blakar til að kíkja að Varmá um helgina og horfa á framtíðarblakarana okkar spila en lið frá öllu landinu eru meðal þátttakenda: UMFG Grundarjörður, Vestri, Völsungur, Þróttur Neskaupsstað, Huginn Seyðisfirði, Hamar, KA, Fylkir, Afturelding, HK, Þróttur Reykjavík, Leiknir Reykjavík, Keflavík, Blakfélag Fjallabyggðar Siglufirði, Blakfélag Hafnarfjarðar og Álftanes

Við hvetjum alla til að fylgjast með facebooksíðu mótsins en þar munu allar upplýsingar varðandi mótið koma https://www.facebook.com/events/2161238660884906