Landsliðið

Lokahópur U19 sem heldur til Finnlands

Síðustu daga hefur U17 landsliðið okkar verið að etja kappi á Norður-Evrópumótinu, NEVZA, í Danmörku og luku þau keppni fyrir rúmri viku síðan þar sem bæði lið náðu 5.sæti með sigri á Færeyjum.

Næst á dagskrá er Keppnisferð u19 landsliðana en nú á dögunum var valið í lokahóp u19 landsliðana sem heldur til Finnlands á Norður- Evrópumótið NEVZA. Ferðalagið hefst í nótt og er ferðalagið frekar langt, en þau lenda í Finnlandi um klukkan 20:00 og eiga síðan eftir að koma sér upp á hótel. Stelpurnar eiga síðan strax leik klukkan 8:00 (05:00 á íslenskum tíma) daginn eftir á móti Finnlandi og eiga þær síðan annan leik þann sama dag klukkan 20:00 (17:00 á íslenskum tíma) á móti Noregi. Strákarnir eiga hins vegar ekki leik fyrr en kl: 12:00 (09:00 á íslenskum tíma) á móti Danmörku.

Við óskum liðinum góðs gengis á komandi dögum.

Áfram Ísland!

Þær sem valdar voru í U19 kvk eru eftirfarandi:

Auður Pétursdóttir2008KA
Dóróthea Huld Aðils Sigurðardóttir2006Afturelding
Elín Eyþóra Sverrisdóttir2006HK
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir2005Völsungur
Helena Einarsdóttir2006HK
Hrefna Ágústa Marinósdóttir2008Þróttur Nes
Isabella Ósk Stefánsdóttir2006HK
Isabella Rink2006Afturelding
Kristey Marín Hallsdóttir2005Völsungur
Lilja Kristín Ágústsdóttir2006KA
Lilja Rut Kristjánsdóttir2006KA
Sigrún Marta Jónsdóttir2005Völsungur

Miguel Mateo er aðalþjálfari liðsins og honum til aðstoðar er Atli Fannar Pétursson.

Þeir sem valdnir voru í U19 KK eru eftirfarandi:

Arnar Jacobsen2006Þróttur Nes
Aron Bjarki Kristjánsson2007Völsungur
Hákon Ari Heimisson2006Vestri
Hreinn Kári Ólafsson2005Völsungur
Benedikt Stefánsson2006Vestri
Jökull Jóhannsson2006HK
Pétur Örn Sigurðsson2006Vestri
Sigurður Helgi Brynjúlfsson2006Völsungur
Sigurður Kári Harðarson2006Hamar
Stanislaw Anikej2006Vestri
Sverrir Bjarki Svavarsson2006Vestri
Tómas Davidsson2006HK

Borja Gonzalez er aðalþjálfari liðsins og honum til aðstoðar er Máni Matthíasson.