Uncategorised

Přerov tók á móti liði Prag

Přerov liðið þar sem að Heba Sól Stefánsdóttir spilar, tók á móti Olymp Praha liði Prag í dag þann 5. oktober.

Screenshot

Leikurinn byrjaði mjög spennandi og voru liðin mjög jöfn fram að 10 – 10 og eftir það byrjaði Olymp að gefa í. Olymp fékk mikið sjálfstraust og gáfu ekkert eftir og náðu góðu forskoti í 15 – 20. Přerov náðu ekki að halda í og Olymp vann fyrstu hrinu 18 – 25.

Það var ekki langt liðið inn í aðra hrinu þegar Olymp náði mikilvægu forskoti í 7 – 13 sem sló Přerov úr laginu og fóru 10 – 20 undir. Přerov voru ekki tilbúnar að gefa hrinuna og börðust og náðu að minka muninn en dugði það ekki til og vann Olymp aðra hrinu 17 – 25.

Olymp byrjaði þriðju hrinu sterkar og héldu áfram að spila sama leik og voru komnar yfir 5 – 10. Přerov hélt í Olymp og náðu að halda í og náðu góðri runu sem kom þeim í 19 – 21 en dugði það ekki til. Olymp gaf í og vann hrinuna 20 – 25 og unnu því leikinn 0 – 3.

Stigahæsti leikmaður Přerov var Arita Ternava með 9 stig og stigahæsti leikmaður Olymp var Monika Brancuská með 15 stig.

Næsti leikur hjá Přerov er 12. oktober kl 17:00 (15:00 á Ísl tíma).