Uncategorised

Spennan í hámarki á Húsavík

Veislan á húsavík hélt áfram og Völsungur tók á móti Þrótt Reykjavík þann 6. oktober.

Kvenna leikurinn

Leikurinn byrjaði mjög spennandi og voru liðin jöfn í 6 – 6 en Þróttur komst yfir í 10 – 12. Völsungur gáfu harkalega í og komust 18 – 12 yfir og héldu því forskoti þanga til í stöðunni 24 – 13. Þróttur Reykjavík var ekki tilbúin að láta hrinuna frá sér og börðust fyrir henni og komust upp í 24 – 19 en þá tók Völsungur seinasta stigið og unnu hrinuna 25 – 19.

Völsungur komu sterkar inn í aðra hrinu með gott sjálfstraust og voru komnar með forskot í 7 – 6 og náði Þróttur Reykjavík aldrei að jafna eftir það. Völsungur spilaði vel og unnu hrinuna 25 – 18.

Þróttur Reykjavík komu sterkar í þriðju hrinu og voru komnar yfir í 7 – 9 en Völsungur var ekki lengi að snúa hrinunni við. Völsungur var komin með gott forskot þegar Þróttur gaf í og náðu næstum að brúa bilið en dugði það ekki til og í stöðunni 21 – 20 gaf Völsungur ekkert eftir og unnu hrinuna 25 – 21 og því með leikinn 3 – 0.

Karla leikurinn

Leikurinn byrjaði afar spennandi og voru liðin hnífjöfn þanga til Völsungur náði forskoti í 13 – 10 og héldu því forskoti þanga til Þróttur Reykjavík jafnaði í 17 – 17. Þróttur Reykjavík náði forskoti eftir það og var yfir restina af hrinunni og unnu hana 22 – 25.

Vöslungur komu sterkir inn í aðra hrinu og byrjuðu hana 5 – 0 og náði að halda þessum mismun út hrinuna og náði Þróttur ekki að minka muninn og vann Völsungur hrinuna 25 – 18.

Þriðja hrina byrjaði þver öfugt við aðra hrinu og var Þróttur Reykjavík komin yfir 5 – 10 og náði Völsungur að halda í og minnkuðu muninn í 17 – 18 og var mikil spenna. Þróttur komst í mjög góða stöðu í 21 – 24 en Völsungur náði að snúa hrinunni alveg við og jafnaði í 24 – 24 og vann svo hrinuna 27 – 25.

Þróttur Reykjavík byrjuðu fjórðu hrinu vel eins og þriðju og var komin með forskot strax í byrjun og gáfu ekkert eftir. Völsungur reyndi að halda sér inn í hrinunni en náði ekki að halda í og Þróttur Reykjavík vann hrinuna 16 – 25.

Þróttur Reykjavík komu með mikið sjálfstraust úr fjórðu hrinu og byrjuðu sterkir með 1 – 5 forskot en Völsungur var ekki tilbúin að gefast upp og jöfnuðu í 8 – 8. Hrinan var hnífjöfn þanga til í 12 – 12 gaf Þróttur Reykjavík í og vann hrinuna 13 – 15 og því með leikinn 2 – 3.

Völsungs konur tóku 6 mikilvæg stig úr helginni og Völsungs karlar 4 stig.