Uncategorised

Tvíhöfði gegn HK á Húsavík

Völsungur spilaði tvíhöfða gegn HK í dag þann 5. oktober.

Kvenna leikurinn

Völsungur byrjaði leikinn sterkar en HK héldu vel í þær og leyfðu þeim ekki að komast langt undan og jöfnuðu í 11 – 11. Eftir leikhlé hjá Völsung náðu þær mikilvægu forskoti en HK var ekki tilbúnar að láta þessa hrinu frá sér og náðu að minka mismuninn mikið en það dugði ekki til og vann Völsungur fyrstu hrinu 25 – 23.

Önnur hrina byrjaði eins og fyrsta og var Völsungur komin með 5 stiga forskot. Völsungur spilaði vel og náði HK ekki að minnka mismuninn og vann Völsungur hrinuna 25 – 21.

HK komu sterkar til baka og voru komnar yfir 5 – 11 í þriðju hrinu en Völsungur hélt áfram að berjast. Mismunurinn minnkaði og jafnaði Vöslungur í 14 – 14 og varð hrinan mjög spennandi eftir það. Liðin skiptust á að fá stig og voru liðin hnífjöfn framm að 21 – 21 þá gaf Völsungur í og vann hrinuna 25 – 21 og því með leikinn 3 – 0.

Næsti leikur hjá Völsungs konum er á morgun 6. oktober á móti Þrótt Reykjavík kl. 13:30.

Karla leikurinn

Völsungur byrjuðu leikinn mjög sterkir og náðu strax forskoti eftir 7 – 7 og héldu 4 stiga forskoti eftir 12 – 8. HK héldu í Völsung en náðu aldrei að brúa bilið og vann Völsungur fyrstu hrinu 25 – 18.

Völsungur gaf ekkert eftir og héldu áfram að spila sinn leik og voru komnir með gott 5 stiga forskot í stöðunni 16 – 10. HK náði að komast aðeins nær í stöðunni 21 – 18 en Völsungur gaf ekkert eftir og unnu hrinuna 25 – 20.

Heimamenn voru komnir með mikið sjálfstraust á vellinum og voru komnir 12 – 1 yfir í þriðju hrinu sem setti HK í mjög vonda stöðu. HK reyndi að halda sér inn í leiknum en náðu ekki að minka muninn og vann Vöslungur 25 – 14 og því með leikinn 3 – 0.

Næsti leikur hjá Völsungs mönnum er á morgun 6. oktober á móti Þrótt Reykjavík kl 15:45