Hamar tók á móti stálúlfi í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum íslandsmeistaratitilsins.
Hamrasmenn byrjuðu öruggir og voru ekki lengi að koma sér í góða stöðu. Þó reyndu Stál-úlfur að halda í þá en Hamarsmenn náðu að klára hrinuna örugglega 25-10.
Önnur hrina var svipuð og sú fyrsta og áttu Stál-Úlfur erfitt með að halda í heimamenn. Hamrsmenn tóku aðrahrinuna örugglega 25-11.
Þriðja hrina var mikið jafnari og Stál-Úlfur með yfirhöndina í byrjun hrinunnar þar sem þeir komust 7-4 yfir. Hamrasmenn voru fljótir að spíta í lofana og náðu að jafna í 7-7. Liðinu skiptust svo á að skora og var staðan orðin 10-10 þegar Hamarsmenn stigu upp og komust í 14-10. Hamarsmenn voru með yfirhöndina restina af hrinuna þrátt fyrir mjög góða baráttu Stál-Úlfs. Hamrasmenn náðu að klára hrinuna 25-19 og þar með leikinn 3-0.
Rafal Berwald var stigahæstur heimamanna með 10 stig en næstir komu Kristján og Hafsteinn Valdimarssynir og Tomek Leik með 9 stig.
Stigahæstur hjá Stál-Úlfi var Andrzej Kubicki með 6 stig.
Hamarsmenn fengu deildarmeistarabikarinn afhentan í lok leiks auk þess sem Hamarsmenn í liði ársins fengu sínar viðurkenningar.
Hamarsmenn í liði ársins voru eftirfarandi:
Damian Sapor: Uppspilari
Austris Bukovskis: Frelsingi
Tomek Leik: Kantur og besti erlendi leikmaður
Hafsteinn Valdimarsson: Miðja
Auk þess tóku Valdimar Hafsteinsson og Bryndís Sigurðardóttir við viðurkenningu fyrir hönd Hamars fyrir bestu umgjörðina í Unbroken deildinni í vetur.