Innlendar fréttir

Tvíhöfði í Laugardalshöll

Föstudaginn 20. september mætti Þróttur Reykjavík HK á heimavelli bæði kvenna og karla megin. Karla leikurinn fór fram kl 18:00 og kvennaleikurinn kl 20:15 og voru þetta fyrstu leikir beggja liða á tímabilinu. Þróttur Reykjavík eru nýjir í karla deildinni og hefur Þróttur Reykjavík ekki verið með karlalið síðan tímabilið 2016/17 en þá hét liðið Þróttur Reykjavík / Fylkir.

Þróttur Reykjavík – HK KK

Fyrsta hrina byrjaði jöfn og skiptust liðin á því að skora. Í stöðunni 7-8 gáfu HK í og komu sér í 7-11 forystu. Þróttur Reykjavík voru þó ekki lengi að koma sér í gír og jöfnuðu HK í stöðunni 12-12. Um miðja hrinu gáfu Þróttur Reykjavík í og komu sér í 17-15 og 22-18 forystu. HK menn settu í fimmta gír og náðu að jafna heimamenn í stöðunni 24-24, en þá tók þjálfari Þróttar Reykjavík leikhlé. Heimamenn höfðu betur og sigruðu fyrstu hirnuna 27-25.

Önnur hrina byrjaði vel fyrir heimamenn þar sem að þeir leiddu 7-3. Í stöðunni 11-8 gáfu HK menn í og jöfnuðu í 11-11. Eftir það var hrinan hníf jöfn og skiptust liðin á því að skora. Þróttur Reykjavík voru sterkari og lokuðu hrinunni 25-23.

Þriðja hrina var jöfn og skiptust liðin á því að skora. Þróttur Reykjavík hélt þó tveggja til þriggja stiga forskoti fram að stöðunni 16-13. Þá settu HK í annan gír og jöfnuðu í stöðunni 17-17. Aftur náðu Þróttur Reykjavík forskoti og var staðan 20-18 þegar að Þjálfari HK tók leikhlé. Ekki dugði það til og sigruðu Þróttur Reykjavík hrinuna 25-21 og þar með leikinn 3-0.

Þróttur Reykjavík – HK KVK

HK konur byrjuðu leikinn vel og komu sér í 1-5 forystu. HK konur voru sterkar og héldu stóru forskoti 11-20. Undir lok hrinunnar komust Þróttur Reykjavík í gír og minkuðu muninn niður í 19-24. Ekki dugði það til og sigruðu HK konur fyrstu hrinu 20-25.

Heimakonur komu sterkar inn í aðra hrinu og leiddu 5-1. HK konur voru þó fljótar að koma sér á strik og jöfnuðu í stöðunni 7-7 og komu sér í 7-12 forystu. Þróttur Reykjavík minnkuðu muninn hægt og rólega og jöfnuðu HK í stöðunni 16-16. Eftir það var hrinan afar jöfn og skoruðu liðin til skiptis. HK hafði betur og sigurðu hrinuna 24-26.

HK konur voru í góðum gír og komu öflugar inn í þriðju hrinu og leiddu 4-10. Þróttur Reykjavík náðu aldrei að koma sér inn í hrinuna og sigruðu HK konur hrinuna sannfærandi 9-25 og þar með leikinn 0-3.

Á sunnudaginn 22. september halda bæði HK liðin til Neskaupstaðar þar sem að það verður spilaður tvíhöfði. Þróttur Reykjavík KK fá Hamar í heimsókn þann 25. september en ekki eru komnar upplýsingar um það hvenær Þróttur Reykjavík KVK eiga næst leik en því getið þið fylst með inn á heimasíðu blaksambandsins: bli.is