Tveir leikir fóru fram í Unbrokendeildinni í Neskaupstað í gær þar sem karla og kvenna lið HK sótti Þrótt Fjarðabyggð heim. Karlarnir áttu fyrsta leik þar sem Þróttur byrjaði betur og leiddi snemma leiks í stöðunni 11-8. Gestirnir tóku þá leikhlé en gerði það lítið til að stoppa góðan leik heimamanna sem bættu enn frekar við forskotið og leiddu 22-14. HK náði ekki að ógna Þrótt sem héldu sterkir út hrinuna sem endaði 25-17.
Önnur hrina var jöfn og spennandi þar sem liðin skiptust á að skora og stóðu leikar jafnir í 13-13. Hvorugt liðið náði að byggja um forskot og var enn jafnt í 20-20. Spennandi lokasprettur tók við þar sem þróttur hafði betur og kláraði hrinuna 25-23 og voru því komnir 2-0 yfir í hrinum.
HK voru mun einbeittari inn í þriðjuhrinu og náðu snemma að koma sér í góða stöðu 10-3. Þróttur náði að vinna sig aftur inn í hrinuna en gestirnir gáfu þá lítið eftir og kláruðu hrinuna 25-21
HK byrjaði fjórðu hrinuna af jafn miklum krafti líkt og í þeirri þriðju þar sem þeir komu sér í gott forskot 11-4. Heimamenn fóru þá að gefa í og náðu að jafna leikinn í stöðunni 16-16. Það var jafnt með liðunum alveg þar til 20-20 en þá gerði HK sér lítið fyrir og tók næstu fimm stigin og unnu hrinuna 25-20 og jöfnuðu þar með 2-2 í hrinum.
Gestirnir byrjuðu oddahrinuna betur og leiddu 8-4 þegar liðinn skiptu um vallahelming. Þróttur náði aldrei að jafna hrinuna sem HK kláraði 15-11 og þar með leikinn 3-2.
Stigahæstur í liði Þróttar var Miguel Angel Ramos Meleero með 22 stig og hjá HK var Hermann Hlynsson með 19 stig
Kvennaleikurinn
Þá var komið að kvennaleiknum sem byrjaði mjög skemmtilega þar sem bæði lið skiptust á að skora og var staðan jöfn þegar komið var í hálfa hrinu 15-15. Hrinan hélt áfram að vera jöfn og spennandi þar til HK náði að klára hana 25-23.
Önnur hrina var einnig spennandi þar sem liðin skiptust á að leiða og stóðu leikar jafnir í stöðunni 16-16. Þróttur átti þá góðan sprett en gestirnir náðu að jafna leikinn aftur í 22-22. Spennandi lokakafli tók við þar sem HK náði aftur að klára hrinuna með tveggja stiga mun 25-23.
Þróttur byrjaði betur í þriðju hrinu og náði fjögra stiga forustu þegar HK ákvað að taka leikhlé í stöðunni 8-4. Gestirnir unnu um forskotið hægt og rólega og jöfnuðu í 11-11. HK konur héldu sterkar áfram að voru fljótt komnar yfir þegar Þróttur ákvað að taka leikhlé í stöðunni 15-11. Hjálpaði það lítið þar sem HK héldu einnbeittar áfram og kláruðu þriðju hrinuna 25-18 og þar með leikinn 3-0.
Stigahæst í liði Þróttar var Ana Carolina Lemos Pimenta með 13 stig og hjá HK var Líney Inga Guðmundsdóttir með 19 stig.