Völsungur tók á móti þremur liðum um helgina, karla liðið mætti Hamri laugardaginn 21. september og síðan sunnudaginn 22. september mætti karla liðið Vestra og kvenna liðið Álftanesi.
KK
Völsungur vs Hamar
Leikurinn byrjaði hnífjafn og var mikil spenna þanga til í stöðunni 17 – 17 byrjaði Hamar að spíta í lófana og tóku forskot og héldu því út hrinuna og unnu hana 20 – 25.
Völsungur byrjaði aðra hrinu með krafti og leiddi hrinuna með nokkra stiga forskoti, Hamar náði að jafna í stöðunni 11 – 11 og leyfðu Völsung ekki að ná forskoti aftur eftir það. Hamar voru sterkir og héldu út hrinuna og kláruðu hana 19 – 25 og leiddu því leikinn 0 – 2.
Þriðja hrinan byrjaði æsi spenandi og þegar staðan var 8 – 6 fyrir Völsung náði Hamar mikilvægari runu og komust yfir 8 – 14. Völsungur héllt sér sammt inn í leiknum og börðust þeir fyrir hrinunni. Þetta leit ekki mjög vel út fyrir Völsung þegar staðan var 16 – 22 fyrir Hamri en Völsungur gafst ekki upp og náðu þeir góðri runu en í stöðunni 22 – 24 skoruðu Hamar kláruðu leikinn 3 – 0.
Stigahæsti leimaður Hamars var Tomek Leik með 17 stig og eftir honum var það Hafsteinn Valdimarsson með 16 stig. Stigahæsti leikmaður Völsungs var Hristo Petkov með 9 stig og á eftir honum var það Þórarinn Örn Jónsson með 6 stig
Völsungur vs Vestri
Völsungur komu svangir inn í leikinn eftir tap á móti Hamri og byrjuðu þeir leikinn 4 – 0. Vestri var ekki lengi að koma sér í gang og héldu í Völsung en náði Völsungur alltaf að vera með smá forskot þanga til í stöðunni 14 – 9 fyrir völsung þá setti Vestri í hærri gýr og tóku forskot 16 – 17. Hrinan var hnífjöfn alveg framm að 23 – 23 þá gerði Vestri skiptingu og unnu hrinuna 23 – 25.
Önnur hrina byrjaði þver öfugt við sá fyrstu og byrjaði Vestri á að leiða hrinuna 0 – 6 og var erfitt fyrir Völsung að komast upp úr því. Í stöðunni 13 – 18 fyrir Vestra gerði Völsungur skiptingu á uppspilurum og tóku mikilvæg 4 stig í röð. Vestri hélt áfram að keyra og var Völsungur að halda í en dugði það ekki til og vann Vestri hrinuna 21 – 25.
Völsungur komu sterkir inn í 3 hrinu og byrjuðu hrinuna með 8 – 1 forskot sem setti Vestra í mjög slæma stöðu. Vestri reyndi að koma sér inn í hrinuna en gáfu Völsungur ekkert eftir og gerði það mjög erfitt fyrir Vestra. Í stöðunni 20 – 12 spiluðu Völsungur sinn leik og kláruðu hrinuna 25 – 12.
Vestri létu ekki stoppa sig hvernig seinasta hrina fór og héldu haus, hrinan var mjög mikið upp og niður hjá báðum liðum, liðin skiptust á að fá 4 til 5 stig í röð þanga til í stöðunni 23 – 23 byrjaði spennan. Völsungur fékk fyrsta möguleika að klára leikinn í 23 – 24 en mistókst, Vestri fékk síðan þrjá möguleika að klára leikinn en mistóks þanga til í stöðunni 27 – 28 náðu þeir að skora og klára leikinn 3 – 1.
KVK
Völsungur vs Álftanes
Völsungur mættu sterkar til leiks og byrjuðu leikinn strax á góðu forskoti og keyrðu leikinn áframm og gáfu ekkert eftir. Álftanes náði alldrei að koma sér inn í hrinuna og Völsungur vann hrinuna 25 – 13.
Álftanes komu smá brotnar inn í næstu hrinu og byrjaði hrinan 9 – 3 fyrir Völsung. Álftanes hélt sér sammt inn í leiknum og komu aðeins sterkari inn í seinni part hrinunar, en dugði það ekki til þar sem Völsungur gaf ekkert eftir. Völsungur vann hrinuna 25 – 15.
Þriðja hrinan byrjaði svipað og hinar en stutt inn í hrinuna byrjaði Völsungur að taka forskot og héllt því forskoti út hrinuna. Völsungur gaf alldrei eftir og kláruðu hrinuna 25 – 12, Völsungur voru klárlega sterkari í þetta skiptið og unnu sannfærandi leikinn 3 – 0.