í gær sótti karla og kvenna lið KA Þrótt Fjarðabyggð heim í Neskaupstað í Unbrokendeildinni. Karlarnir áttu fyrsta leik þar sem gestirnir byrjuðu betur og leiddu með fjórum stigum í stöðunni 16-12 þegar heimamenn tóku leikhlé. KA sótti næstu fjögur stig og leiddu með átta stigum þegar Þróttur setti í næsta gír og fór að skera forskot gestana hratt niður. Þróttur náði þó ekki að jafna leikinn og kláruðu KA menn hrinuna 25-23.
KA byrjuðu aftur betur í annari hrinu og náðu að byggja sér átta stiga forskot í stöðunni 16-8. Þrátt fyrir góða spretti hjá heimamönnum náðu þeir aldrei að ógna KA sem kláraði hrinuna nokkuð sannfærandi 25-18.
Bæði lið komu einbeitt inn í þriðju hrinuna þar sem liðinn skiptust á að skora og stóðu leikar jafnir 15-15. Þegar komið var í seinni helming hrinunar náði KA góðu taki á leiknum og kláruðu þeir hrinuna 25-19 og þar með leikinn 3-0.
Stigahæstur í liði KA var Miguel Mateo Castrillo með 12 Stig
Stigahæstur í liði Þrótt Fjarðarbyggðar var Jose Federico Martin með 11 stig.
Kvennaleikurinn.
Konurnar áttu svo næst á svið og byrjuðu heimakonur betur þar sem þær náðu snemma fimm stiga forskoti í stöðunni 12-7 þegar KA tók leikhlé. Gestirnir náðu að vinna sig hægt og rólega aftur inn í hrinuna og jöfnuðu í 19-19. Við tók spennandi loka sprettur sem endaði með tveggja stiga sigri KA 25-23
KA byrjaði aðra hrinuna betur þar sem þær leiddu snemma leiks og komu sér í þægilega stöðu 17-11 þegar heimakonur tóku leikhlé. Þróttur náði ekki að ógna KA sem kláraði hrinuna örugglega 25-17.
Þriðja hrina var jöfn þar sem liðinn skiptust á að leiða og var jafnt í stöðunni 13-13. Þróttur náði svo yfirhöndinni og gestirnir tóku leikhlé í stöðunni 17-15. Heimakonur leiddu alveg þangað til KA konur jöfnuðu í 21-21. KA skelltu þá gjörsamlega í lás og tóku þær næstu fjögur stig. Hrinan endaði 25-21 og því 3-0 fyrir KA.
Stigahæst í liði KA var Julia Bonet Carreras með 15 stig.
Stigahæst í liði Þróttar Fjarðarbyggðar var Ana Carolina Lemos Pimenta með 14 stig.