Uncategorised

Nevza U-19 lokið

Tveir flottir hópar frá Íslandi héldu til Færeyja fyrir helgi til að keppa á norðurlanda móti undir 19 ára, mótið er búið að standa yfir í þrjá daga og hafa bæði lið mætt sterkum liðum. Stelpurnar spiluðu í riðlum og voru með Svíþjóð og Englandi í riðli meðan strákarnir kepptu allir á móti öllum liðum. Hér koma síðan niðurstöður úr leikjum mótsins.

Sterlpurnar töpuðu fyrsta leik 1 – 3 gegn Svíþjóð en áttu annan leik þann dag gegn Englandi sem þær unnu 3 – 1 eftir hörku leik. Á degi tvö kepptu þær við Færeyjar sem þær unnu 3 – 0 sem kom þeim í undanúrslit. Þar mættu þær Danmörku en töpuðu 0 – 3 sem varð til þess að þær myndu keppa um þriðja sætið. Á þriðja degi mættu þær Noreg um bronsið, leikurinn var hnífjafn sem endaði 2 – 3 sigur hjá Noreg og lentu því stelpurnar í 4 sæti.

Strákarnir mættu Svíþjóð í fyrsta leik sem endaði 0 – 3 fyrir Svíþjóð, þann sama dag mættu þeir Danmörku en sá leikur fór einnig 0 – 3 fyrir andstæðing. Á öðrum degi spiluðu þeir við Færeyjar og fór sá leikur 0 – 3 fyrir færeyjum. Á þriðja degi mættu strákarnir Englandi þar sem þeir myndu keppa um að spila um þriðja sætið en eftir hörku baráttu töpuðu þeir 1 – 3 sem þýddi að þeir enduðu í 5 sæti.

Niðurstöður mótsins

Stelpur Strákar

1 sæti: Svíþjóð 1 sæti: Svíþjóð

2 sæti: Danmörk 2 sæti: Danmörk

3 sæti: Noregur 3 sæti: England

4 sæti: Ísland 4 sæti: Færeyjar

5 sæti: England 5 sæti: Ísland

6 sæti: Færeyjar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *