Fréttir - Innlendar fréttir

Völsungur sótti þrjú stig í Neskaupstað

Þróttur Fjarðabyggð tók á móti Völsung í Unbrokendeild kvenna í gær í Neskaupstað. Völsungur situr á toppi deildarinnar meðan Þróttur verður að láta sjötta sætið duga.

Völsungur byrjaði leikinn betur og komu sér snemma í góða stöðu 12-7. Gestirnir héldu einbeittar áfram og leiddu enn þegar staðan var 16-9. Þróttur náði ekki að vinna upp það forskot sem Völsungur náði að byggja sér og kláruðu þær fyrstu hrinuna 25-14.

Þróttur kom einbeittar inn í aðra hrinu sem var mun jafnari framan af og stóðu leikar jafnir í 11-11. Völsungur gaf þá í og leiddu 19-14. Þróttur átti þá fá svör við góðum leik Völsungs sem kláraði hrinuna 25-15.

Völsungur héldu áfram í þriðju hrinu að sýna gott blak og náði snemma yfirhöndinni í hrinunni. Þær leiddu 15-8 og átti Þróttur erfitt uppdráttar. Gestirnir slóu járnið meðan það var heitt og héldu einbeittar út hrinuna sem þær kláruðu örugglega 25-14 og þar með leikinn 3-0.

Stigahæst hjá Völsung var Kristine Teivane með 11. Stig.

Stigahæst hjá þrótti Fjarðabyggð var Ester Rún Jónsdóttir með 9. Stig.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *