Uncategorised

Vestri hafði betur gegn Þrótti Fjarðabyggð

Vestri sótti Þrótt Fjarðabyggð heim í Neskaupstað í Unbrokendeild karla í daf. Fyrir leikinn sat Þróttur í áttunda sæti á meðan Vestri í því fimmta.

Þróttur byrjaði betur og leiddu framan af en Vestri var aldrei langt undan og jafnaði hrinuna 10-10. Vestri gaf þá í og leiddi 19-17. Þróttur náði að vinna sig aftur inn í hrinuna og jafnaði leikinn í 20-20. Við tók spennandi lokasprettur sem endað með því að þróttur sigraði 25-23.

Þróttur byrjaði aftur betur í annarri hrinu og leiddu 11-7. Þróttur gaf ekki upp forustuna og leiddu þegar komið var í hálfa hrinu 15-12. Þrátt fyrir góða baráttu gestana náðu þeir aldrei að ógna heimamönnum sem kláruðu aðra hrinuna 25-20.

Þróttur byrjaði þriðju hrinuna betur og leiddu framan af þar til Vestri gaf í og náði að jafna leikinn. Gestirnir héldu áfram og leiddu 17-13 þegar Þróttur tók leikhlé. Vestri hleypti Þrótti aldrei inn í hrinuna og kláruðu þeir hana 19-25.

Vestri byrjaði fjórðu hrinuna af krafti og komust í öfluga forustu 11-3. Þróttur sá aldrei til sólar í hrinunni og Vestri héldu einbeittir út hrinuna sem þeir kláruðu sannfærandi 25-11.

Það var mikil barátta í oddahrinuni, Þróttur byrjaði betur og leiddi 5-3 þegar Vestri tók leikhlé. Gestirnir komu aftur inn á í góðum gír og jöfnuðu leikinn í 7-7 og leiddu svo með einu stigi þegar liðinn skiptu um vallarhelminga. Þróttur jafnaði fljótt aftur og komst svo yfir 10-8. Vestri jafnaði aftur hrinuna 12-12 endaspretturinn var spennandi sem féll með Vestra sem sigraði 13-15 og þar með leikinn 2-3.

Stigahæstur í liði Þrótt Fjarðabyggðar var Jose Federico Martin með 17 stig.

Stigahæstur í liði Vestra var Adria De Los Santos Capdevila með 21 stig.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *