Uncategorised

Tvíhöfði á Húsavík

Bæði Karla og Kvenna lið Völsungs mættu Þrótt Reykjavík sunnudaginn 24. nóvember.

KK leikurinn

Leikurinn byrjaði mjög spennandi en var Þróttur Reykjavík strax komnir með yfirhöndina í leiknum og voru komnir yfir í 11 – 14. Völsungur gáfu ekkert eftir og náðu að jafna í 15 – 15 og var hrinan þá hnífjöfn. Í 20 – 20 spilaði Þróttur Reykjavík góðan leik og unnu fyrstu hrinu 20 – 25.

Önnur hrina byrjaði alveg eins og sú fyrsta og voru bæði lið mjög jöfn þanga til Þróttur Reykjavík gaf í og náðu mikilvægu forskoti í 10 – 16. Völsungur náði aldrei að koma sér inn í hrinuna og vann Þróttur Reykjavík hrinuna 14 – 25.

Þróttur Reykjavík mættu með krafti inn í þriðju hrinu og voru komnir með forskot í 11 – 16, Völsungur reyndu að halda í en dugði það ekki til og náðu þeir aldrei að jafna og vann Þróttur Reykjavík 20 – 25 þriðju hrinu og því með leikinn 0 – 3.

Stigahæstur hjá Völsung var Hristo Petkov með 12 stig og stigahæstur hjá Þrótt Reykjavík var Przemyslaw Stasiek með 22 stig.

KVK leikurinn

Völsungur byrjaði leikinn sterkt og voru strax komnar með yfirhöndina og voru komnar yfir 9 – 3 og héldu þessi forskoti, Þróttur Reykjavík náði að gefa smá í en dugði það ekki til og vann Völsungur fyrstu hrinu 25 – 17.

Önnur hrina byrjaði svipað og sú fyrsta og var Völsungur sterkari og komnar aftur með gott forskot sem Þróttur Reykjavík náði aldrei að brúa bilið, Þróttur Reykjavík náði nokkrum stigum í röð í stöðunni 23 – 13 sem kom þeim upp í 23 – 18 og síðan 24 – 20 en þá náði Völsungur seinasta stiginu og vann hrinuna 25 – 20.

Þróttur komu sterkari inn í þriðju hrinu og var hrinan mjög jöfn, staðan var 5 – 5, 11 – 11, 14 – 14, 16 – 16 og síðan 17 – 17 en þá gaf Völsungur í og komst yfir 21 – 17. Þróttur Reykjavík hélt í Völsung en náði Völsungur að halda yfirhöndinni og unnu hrinuna 25 – 22 og því með leikinn 3 – 0.

Stigahæst í Völsung voru þær Paula Verardo og Kristine Teivane með 15 stig og stigahæst í liði Þróttar Reykjavík var Paulina Katarzyna Berlinska með 11 stig.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *