Erlendar fréttir

Holte hefur tryggt sér sæti í undanúrslitum dönsku úrslitakeppninnar.

Holte og Køge áttust við í átta liða úrslitum dönsku úrslitakeppninnar, þar sem leikið var eftir „best af þremur“ fyrirkomulagi. Það þýðir að sigurliðið þarf að vinna tvo leiki til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Holte sýndi styrk sinn í þessari viðureign og vann sannfærandi sigur í báðum leikjunum.

Fyrri leikurinn fór fram á heimavelli Holte þann 4. mars. Þar unnu Hotle afar öruggan 3-0 sigur (25-7, 25-12, 25-7). Køge átti erfitt með að finna svör við sterku liði Holte, sem spiluðu af mikilli yfirvegun og öryggi.

Seinni leikurinn var leikinn á heimavelli Køge þann 11. mars, og ekki var leikurinn ósvipaður þeim fyrri. Holte hélt áfram að sýna yfirburði sína og vann annan sannfærandi 3-0 sigur (25-13, 25-13, 25-7). Með þessum tveimur sigrum tryggði Holte sér sæti í undanúrslitum.

Í undanúrslitum mun Holte mæta Gentofte í spennandi viðureign, þar sem liðin munu berjast um sæti í úrslitum. Hin undanúrslitaviðureignin verður á milli ASV Elite og Brøndby.

Nákvæmar dagsetningar fyrir undanúrslitaleikina verða tilkynntar síðar.