
Afturelding tók á móti Völsung laugardaginn þann mars 2025.
Hrinan byrjaði hnífjafnt en var Afturelding komnar með með smá forskot en voru Völsungur fljótar að jafna í 14 – 14. Afturelding komst svo aftur yfir í 19 – 16 og náðu að halda þessu forskoti þanga til í 24 – 22 gaf Völsungur í og jöfnuðu í 24 – 24 og unnu svo hrinuna 24 – 26.
Afturelding byrjuðu aftur sterkara og voru komnar yfir í 7 – 3 en jafnaði Völsungur í 8 – 8 og komust svo yfir 10 – 14. Völsungur náðu að halda þessu forskoti og náði Afturelding aldrei að jafna aftur og vann Völsungur hrinuna 22 – 25.
Þriðja hrina var ekket minna spennandi og voru liðin jöfn frá 8 – 8 til 21 -21 en þá gaf Afturelding í og náðu 4 stigum í röð og unnu hrinuna 25 – 21 og var leikurinn komin í 1 – 2.
Völsungur byrjuðu 4 hrinu sterkari og voru komnar yfir 5 – 12 sem setti þær í mjög góða stöðu, Afturelding börðust mikið og eftir mikla spennu náðu þær að jafna í 22 – 22. Afturelding gáfu ekkert eftir og unnu hrinuna 28 – 26 og jöfnuðu því leikinn 2 – 2 í hrinum.
Liðin komu bæði mjög sterk inn í oddahrinuna og voru liðin jöfn í 7- 7, Völsungur komst yfir 11 – 13 en jafnaði Afturelding aftur í 13 – 13. Afturelding fékk fyrsta tækifæri til að vinna leikin í 15 – 14 en jafnaði Völsungur, Afturelding fékk annað tækifæri að vinna í 16 -15 en jafnaði Völsungur aftur, þá fékk Afturelding þriðja tækifærið á að klára leikinn í 17 – 16 og náðu þá seinasta stiginu og unnu því leikinn 3 – 2 eftir mikla baráttu.