Innlendar fréttir

Afturelding komnar 1 – 0 yfir í undanúrslitum

Screenshot

Völsungur og Afturelding mættust í fyrsta leik í undanúrslitum um Íslandsmeistara titilinn miðvikudaginn 2. apríl.

Liðin voru jöfn í 9 – 9 en náði Afturelding að komast frammúr í 11 – 14, Völsungur náðu að halda í en náði Afturelding alltaf að vera allavega einu stig á undan og náði Völsungur því aldrei að jafna. Afturelding unnu fyrstu hrinu 20 – 25.

Liðin voru aftur jöfn í 9 – 9 en var það nú Völsungur sem kommst yfir í 17 – 14 en var Afturelding ekki lengi að snúa þessu aftur við og jöfnuðu í 19 – 19. Eftir það voru liðin hnífjöfn og var mikil baráttu og endaði Afturelding á að klára hrinuna 24 – 26.

Völsungur komu sterkar inn í þriðju hrinu og voru komnar með gott forskot í 17 – 12 sem setti þær í góða stöðu. Völsungur náðu að halda þessu forskoti alla hrinuna og náði því Afturelding aldrei að jafna og vann Völsungur hrinuna 25 – 18.

Afturelding keyrðu með krafti inn í fjórðu hrinu og voru komnar yfir 4 – 12, þær gáfu ekkert eftir og voru komnar í mjög góða stöðu í 9 – 21. Völsungur náði ekki að koma sér inn í hrinuna og vann Afturelding 12 – 25 og því með leikinn 1 – 3.

Afturelding eru því komnar með 1 – 0 forskot í leikjum og er Vöslungur með bakið upp við vegginn fyrir næsta leik.