
Miðvikudaginn 12. mars 2025 tók Álftanes á móti Aftureldingu
Afturelding byrjuðu sterkt og voru komnar 0 – 5 yfir og náðu að halda þessu forskoti og í 7 – 14 náðu þær 9 stigum í röð sem kom þeim í 7 – 23. Álftanes náðu 2 stigum eftir það en Afturelding vann hrinuna 9 – 25.
Önnur hrina byrjaði mjög svipað og sú fyrsta og var Afturelding komnar með 5 stiga forskot snemma í hrinunni og stækkuðu muninn meira og meira því lengra sem leið inn í hrinuna. Staðan var 6 – 12 og síðan 10 – 20 sem setti Aftureldingu í góða stöðu, þær gáfu ekkert eftir og kláruðu hrinuna 14 – 25.
Álftanes komu sterkari inn í þriðju hrinuna og voru liðin jöfn í 8 – 8 og 15 – 15, þá komst Afturelding yfir 16 – 21, Álftanes náðu aldrei að jafna aftur og náði Afturelding að spila sinn leik og unnu hrinuna 22 – 25 og því með leikinn 0 – 3.