
Afturelding var snemma komnir með yfirhöndina í leiknum og voru komnir 9 – 6 yfir, þeir náðu að halda þessu forskoti og unnu fyrstu hrinuna 16 – 25.
Önnur hrina var aðeins jafnari og voru liðin jöfn í 9 – 9 en þá gaf Afturelding í og voru komnir yfir í 13 – 15, HK náðu ekki að jafna aftur og vann Afturelding hrinuna 19 – 25.
Afturelding byrjuðu þriðju hrinu sterkt og voru komnir yfir 2 – 6 en gaf HK þá í og komust í 9 – 10 en dugði það ekki og náði Afturelding forskotinu aftur og komust yfir 10 – 15. HK hélt í en spilaði Afturelding góðan leik og unnu hrinuna 20 – 25 og því með leikinn 0 – 3.