Uncategorised

Álftanes tók á móti Aftureldingu

Fyrsta hrina byrjaði og var Afturelding strax komin með yfirhönd í leiknum og byrjuðu hrinuna 4 – 8. í stöðunni 13 – 16 gekk Aftureldingu mjög vel og náðu þær 5 stigum í röð sem kom þeim í 13 – 21. Afturelding spilaði vel út hrinuna og unnu þær hrinuna 18 – 25.

Önnur hrina byrjaði eins og sú fyrstog var Afturelding komnar með forskot í 3 – 9 og síðan 6 – 15 sem setti þær í mjög góða stöðu. Álftanes reyndu að halda í en gaf Afturelding ekkert eftir og unnu þær aðra hrinu 19 – 25.

Afturelding héldu áfram að spila vel og komu aftur sterkar inn í þriðju hrinu. Afturelding voru komnar yfir í 5 – 10 og héldu þær þessu forskoti en í 14 – 23 gáfu Álftanes í og tóku 5 stig í röð sem kom þeim í 19 – 23 en dugði það ekki til og kláraði Afturelding hrinuna 19 – 25.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *