Uncategorised

Álftanes tók á móti Völsung

Álftanes tók á móti Völsung þann 17. nóvember.

Leikurinn byrjaði mjög spennandi og voru liðin jöfn í 5 – 5 og svo aftur 8 – 8, Álftanes voru komnar yfir 14 – 11 en náði Völsungur að snúa þessu hratt við og voru komnar með forskot í 17 – 20. Völsungur náði að halda þessu forskoti og unnu fyrstu hrinu 19 – 25.

Bæði lið komu sterkar inn í aðra hrinu og byrjaði hún mjög jafnt og skiptust liðin að ná forskoti þanga til í 13 – 12 gaf völsungur í og náði fimm stigum í röð sem kom þeim í góða stöðu í 13 – 17. Álftanes voru ekki tilbúnar að gefast upp og í stöðunni 15 -22 náðu þær góðri runu sem kom þeim í 19 -22 en dugði það ekki til og vann völsungur hrinuna 20 – 25.

Völsungur byrjuðu sterkt og voru komnar yfir 3 – 10 og síðan 7 – 15. Álftanes reyndu að halda í en voru Völsungur sterkari í þetta sinn og unnu hrinuna 16 – 25 og því með leikinn 3 – 0.

Með þessum þremur stigum situr Völsungur núna á toppnum deildarinnar með KA með 6 sigraða leiki.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *