Uncategorised

Bæði lið Aftureldingar héldu til Húsavíkur

Screenshot

Bæði karla og kvenna lið Aftureldingar héldu til Húsavík 30. nóvember.

KK leikurinn

Leikurinn byrjaði mjög jafnt og voru liðin jöfn í 8 – 8 og 9 – 9 en náði Völsungur forskoti í 15 – 12 og síðan 19 – 14. Afturelding var ekki lengi að snúa leiknum við og þegar staðan var 20 – 16 fyrir Völsung náðu Afturelding 5 stigum í röð sem kom þeim í 20 – 21. Afturelding náði að halda þessum leik og unnu fyrstu hrinu 22 – 25.

Önnur hrina byrjaði líka jöfn en var Afturelding strax komnir með yfirhönd, hrinan var mjög upp og niður og skiptust liðin á að taka mörg stig í röð, fyrst tók Völsungur 4 stig í röð síðan Afturelding 4 stig í röð, Völsungur tók 2 stig sem kom þeim í 17 – 19 en þá náðu Afturelding að raða inn 6 stigum í röð og unnu því hrinuna 17 – 25.

Völsungur komu sterkari inn í þriðju hrinu og voru komnir með forskot í 11 – 4 sem þeir náðu að halda út alla hrinuna og unnu hana 25 – 17 og var því staðan orðin 1 – 2.

Afturelding komu sér aftur inn í leikinn og byrjuðu fjórðu hrinu sterkt og voru komnir yfir 5 – 9 og síðan 7 – 13 og 10 – 19. Vöslungur komst aldrei inn í hrinuna og náðu Afturelding að vinna 17 – 25 og því með leikinn 1 – 3.

KVK leikurinn

Fyrsta hrinan byrjaði mjög mikið upp og niður og voru bæði lið að skiptast á að fá nokkur stig í röð en náði Völsungur alltaf aðeins fleiri stigum og komust yfir 20 – 13. Afturelding voru ekki tilbúnar að gefast upp og náðu að snúa hrinunni við, í 22 – 15 tók Afturelding 6 stig í röð sem kom þeim í 22 – 21, og tóku svo aftur 5 stig í röð og unnu því hrinuna 23 – 25 eftir mikla baráttu.

Önnur hrina byrjaði jafnari en sú fyrsta og voru liðin jöfn í 12 – 12 og síðan aftur 17 – 17, þá náði Völsungur að gefa í og komust yfir í 21 – 19. Völsungur tóku síðan 4 stig í röð og unnu hrinuna 25 – 19.

Í byrjun þriðju hrinu voru liðin jöfn í 7 – 7 en náði Afturelding að gefa í og voru komnar með yfirhöndina í 12 – 14 og síðan 14 – 19. Völsungur var ekki tilbúin að gefast upp og náðu að minnka muninn en dugði það ekki til og vann Afturelding hrinuna 23 – 25.

Fjórða hrina byrjaði hnífjöfn og voru bæði lið að spila góðan leik, staðan var jöfn í 7 – 7, 10 – 10, 12 – 12, 14 – 14 en þá gaf Afturelding ekkert eftir og unnu hrinuna 17 – 25 og því með leikinn 1 – 3.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *