Fyrr í vikunni var tilkynnt val á blakfólki ársins 2023. Eftirfarandi texti er af facebook síðu BLÍ.
Blakfólk ársins 2023
Thelma Dögg Grétarsdóttir og Hafsteinn Valdimarsson hafa verið valin blakkona og blakkarl ársins 2023.
Thelma Dögg spilaði með Hylte Hamstad í sænsku úrvalsdeildinni á síðusti leiktíð og endaði liðið hennar með silfurverðlaun eftir mikla baráttu og var Thelma Dögg valin besti leikmaður í þremur af fjórum leikjum í úrslitakeppninni auk þess sem hún var stigahæst í flestum leikjum liðsins.
Thelma Dögg var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumóti Smáþjóða í Luxemborg s.l. sumar þar sem Ísland vann til gullverðlauna og var Thelma Dögg valin besti leikmaður keppninnar auk þess að vera valin í úrvalslið mótsins sem besti díó mótsins.
Í sumar varð Thelma Dögg Íslandsmeistari í strandblaki ásamt meðspilara sínum.
Thelma Dögg kom heim og spilar með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu á þessari leiktíð og er hún stigahæst í úrvalsdeild kvenna á Íslandi.
Thelma er mjög metnaðarfull og leggur mikið á sig fyrir íþrótt sína og er góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur í blaki á Íslandi.
Hafsteinn var fyrirliði Íslands í Evrópukeppni Smáþjóða þar sem Ísland lenti í 3.sæti og var hann einnig valinn í lið mótsins sem besta miðjan á mótinu.
Hafsteinn varð deildar- og bikarmeistari með liði sínu Hamri á árinu, og var valin í lið ársins eftir leiktíðina. Á þessari leiktíð er Hafsteinn með bestu blokkurum í úrvalsdeild karla og með bestu sóknarnýtinguna á Íslandsmótinu.
Hafsteinn hefur mikinn metnað fyrir blakinu og er til fyrirmyndar fyrir aðra iðkendur.
Að valinu komu landsliðsþjálfarar, nefndir, starfsmenn og stjórn BLÍ
Val á blakkonu ársins 2023
1. Thelma Dögg Grétarsdóttir
2. Sara Ósk Stefánsdóttir
3. Valdís Unnur Einarsdóttir
Val á blakkarli ársins 2023
1. Hafsteinn Valdimarsson
2. Kristján Valdimarsson
3. Atli Fannar Pétursson
Við óskum þessum glæsilegu fulltrúum til hamingju!
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.