Fyrir þá sem vita ekki hvað Cev Challange Cup er þá er þetta sem sagt keppni í Evrópu milli félaga, hvaða lið í evrópu getur skráð sig í keppni en þetta eru oftast liðin sem hafa unnið deildina í sínu landi. Það er alltaf keppt allavega tvo leiki við hvert lið, einn heima leik og einn úti, ef staðan er þá 1 – 1 er spilað svo kallaða gull hrinu sem veltur þá á hver fer áfram. Núna er Hamar í fyrstu umferð og er það 32 liða úrslit, ef þeir tapa báðum leikjunum eru þau úr keppni en ef þeir vinna komast þeir áfram í 16 liða úrslit.
Hamar keppti fyrsta leikinn við Numidia VC Limax lið frá Hollandi þann 8. október og töpuðu 0 – 3 (20 – 25, 10 – 25, 22 – 25).
Stigahæsti leikmaður Hamars var Tomasz Leik með 19 stig og stigahæsti leikmaður Limax var Jackson Gilbert með 17 stig.
Þann 16. október kl 19:00 mun Hamar taka á móti Numidia VC Limax í Digranesi. Endilega látið sjá ykkur og hvetjið strákana áfram. Leikurinn verður líklega ekki streymdur en munum við setja inn link ef svo verður. En það mun vera hægt að fyljast með stöðunni á cev.eu.