Erlendar fréttir

Gentofte með 3-1 sigur gegn Århus í fyrsta undanúrslitaleiknum

Þann 24. mars héldu Gentofte til Århus til að spila fyrsta leik í undanúrslitunum. Gentofte hefur ekki tekist að vinna Århus í deildinni, því var mikið í húfi og búast mátti við erfiðum leik.

Fyrsta hrina var jöfn til 23-23 en þá náði Gentofte að loka hrinunni 25-23. Önnur hrina gekk mjög brösulega hjá Gentofte og náðu þær sér hreinlega aldrei á strik, Århus vann aðra hrinuna örugglega 13-25. Þriðja hrina var lík fyrstu hrinu þar sem bæði lið skiptust á að vinna stigið, um miðja hrinu náði þó Århus nokkra stiga forskoti en Gentofte náði að snúa leiknum við og loka hrinunni 25-23. Í fjórðu hrinu voru Gentofte óstöðvandi og náði Århus sér aldrei á strik, Gentofte vann hrinuna 25-18 og þar með leikinn 3-1.

Næsti leikur er strax á miðvikudaginn 27.mars þar sem Gentofte fær Århus í heimsókn. Búast má aftur við spennandi leik og hægt er að fyljast með leiknum inná danskvolley.tv.