Holte – DHV
Fimmtudaginn 14. desember fór fram leikur Holte-DHV Odense um að komast áfram í final 4 í bikar. Liðin hafa mæst tvisvar áður í deildinni og í þeim leikjum hefur Holte unnið sannfærandi.
Liðin mættust seinarst þann 2. desember og því ekki langt síðan að liðin spiluðu seinast á móti hvort öðru.
Bæði lið voru vel undirbúin en það var einnig mikið í húfi. Bikarhelgin er ein af skemmtilegustu helgum ársins fyrir blakfólk og eins og flestir vita getur allt gerst í bikarleikjum.
Holte var lengi í gang í fyrstu hrinu en DHV voru góðar í hávörn og spiluðu góða vörn sem gerði Holte erfitt að vinna boltana sína. Í lok hrinunnar fer leikmaður Holte í uppgjöf og með góðri uppgjafarpressu unnu Holte hrinuna 25-22. Í annarri og þriðju hrinu fundu Holte taktinn og unnu sannfærandi hrinurnar 25-13 og 25-14.
Leikmaður leiksins var freslinginn Ditte Kjær Hansen.
Holte konur eru komnar í verðskuldað jólafrí á toppi deildarinnar og með miða í Final 4 í febrúar. Fyrsti leikur á næsta ári er 6.janúar á móti Gentofte.
Odense volleyball – VLI
Odense Volleyball er fyrsta liðið karlameginn til að tryggja sér miða til final 4. Odense volley mætti VLI á heimavelli þeirra. VLI er fyrsta deildarlið, því má segja að þeir voru að spila leik ársins og það var troðið í höllinni. Leikurinn varð aldrei almennilega spennandi þar sem Odense volley voru mun sterkari en VLI en þrátt fyrir það skiluðu heimamenn frábæru framlagi á vellinum þar sem að þeir börðust og spiluðu sitt besta spil. En á endanum var bara of mikill getumunur á liðunum og Odense Volleyball sigruðu leikinn 0-3 (14-25, 18-25, 17-25).
Þjálfari Odense Volleyball sagði eftir leikinn “Það var gott að sjá að við gátum spilað hreint og flott blak þar sem að við spiluðum saman sem lið. Við fengum loksins aftur taktinn í miðjuspilinu okkar. Við vörðum vel en hávörnin var ekki alveg til staðar og blokkuðum við marga bolta en alls ekki jafn marga og vanarlega, en það var eitthvað sem að við bjuggumst við fyrir leikinn.”
Odense Volleyball eru þá komnir í langt jólafrí þar sem að næsti leikur þeirra er 18. janúar þar sem að þeir munu fá Ikast í heimsókn.
Gentofte – Bedsted
Sunnudaginn 17.desember keyrðu Gentofte stelpur í rúmlega 5 tíma til að spila bikarleik á móti Bedsted sem er fyrsta deildar lið.
Ekki er mikið hægt að segja frá leiknum þar sem að það var ekkert streymi. Gentofte unnu þó sannfærandi 3-0 sigur og fengu allir leikmenn liðsins að spreyta sig á vellinum. Gentofte tryggði sér þar með miða í höllina og fara sáttar í jólafrí.