Innlendar fréttir

KA eru bikarmeistarar kvenna 2025

HK og KA mættust í úrslitaleik í bikarnum í dag.

Í fyrstu hrinu kemst HK í 4-2. KA tekur þá góða syrpu og skora fjögur stig í röð (4-6). Hk eru þó ekki lengi að jafna og er staðan orðin 7-7. KA spila mjög vel og eru að ná góðu miðjuspili sem vantar hjá HK. HK tekur leikhlé í stöðunni 9-13 fyrir KA. Það dugði þó ekki til og komst KA í mjög þægilega stöðu 9-16. HK eru að berjast vel en KA eru að spila betur og ná að vinna hrinuna 18-25.

Önnur hrina byrjaði á uppgjafamistökum hjá báðum liðum, líklega taugarnar eða hitinn í húsinu að spila inn í. HK kemst í 5-3 eftir þrjú sóknarmistök í röð hjá KA. HK konur eru á góðri siglingu og koma sér í 8-4 en þá tekur þjálfari KA leikhlé. Það dugði þó ekki til og koma HK konur sér í þægilega stöðu 11-6 en þá gerir HK uppgjöf í netið. KA grípa það tækifæri vel og ná að vinna mikilvægu löngu skorpurnar. HK gerir nokkur dýr klaufamistök og hleypa KA konum inn í leikinn (12-11). Þjálfari HK tekur leikhlé í stöðunni 12-11 fyrir HK. Amelía er með góða pressu í uppgjöfum en HK ná að leysa það vel og ná að skora beint eftir leikhlé. KA lætur það þó ekki stoppa sig og skora 6 stig í röð og komast yfir í fyrsta skiptið í leiknum 13-16. KA heldur áfram að press á HK og vinna hrinuna 17-25.

Í þriðju hrinu byrja HK konur sterkari og koma sér í góða stöðu 6-1. KA tekur leikhlé en það dugði ekki til og HK er með góða forystu 9-2. Þá gerir þjálfari KA skiptingu en inná Lucia og útar fer Sóldís Júlia. Góð skipting hjá KA, þar sem þær ná að skora 5 stig í röð og þjálfari HK tekur leikhlé. Paula reynslubolti lætur ekki leikhlé stoppa sig og skorar ás beint eftir það (12-9). Þjálfari HK tekur leikhlé í stöðunni 12-14 fyrir KA sem heldur betur virkaði vel því þær ná að koma sér aftur inn í leikinn og ná að jafna 17-17. HK gerir vel og ná á ótrulegan hátt að vinna hrinuna 25-22.

Í fjórðu hrinu byrjuðu KA konur mun sterkari og komast í 2-6 en þá tekur þjálfari HK leikhlé. HK konur ná að koma sér aftur inn í leikinn og ná að jafna 9-9. Liðin skiptast á stigum alveg að 20-20. Líney fer í uppgjöf og skorar ás 22-20. Liðin halda áfram að skiptast á stigum en í 23-23 tekur HK leikhlé. HK konur vinna hrinuna 26-24 ná að knýja fram oddahrinu.

Oddahrinan fer vel af stað KA megin en þær komast í 3-7. Þjálfari HK tekur sitt annað leikhlé í stöðunni 3-8 fyrir KA. Helena kemur HK í 5-8 og þjálfari KA tekur leikhlé. Hk gerir skiptingu í stöðunni 6-10, inná fer Þórdís og útaf fer Líney. HK eru að berjast vel en KA er að spila betur og ná að halda fast í forystuna þangað til í 11-11. Auður skorar mikilvægan ás og kemur KA í 11-13 og Júlia klára leikinn 12-15.

Mjög sveiflukenndur en skemmtilegur bikarleikur og fólk fékk heldur betur skemmtun fyrir peninginn. Blakfréttir óska KA konum og körlum innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn.