Innlendar fréttir

KA komnar í úrslit í Kjörísbikar kvenna

Fyrri undanúrslitaleikur kvenna megin var spilaður í kvöld, þar sem Afturelding og KA mættust. Æsispennandi leikur þar sem bæði lið spiluðu flott blak.

Leikurinn byrjaði heldur jafn fram að 9-9. Þá fer Julia í uppgjöf og skorar ás. Eftir það nær KA góðri syrpu og leiða 14-11. Í stöðunni 14-12 fer Micelle í uppgjöf og kemur Aftureldingu aftur inn í leikinn. Afturelding koma sér í þægilega stöðu og leiða leikinn 15-20. Julia og Paula ná að koma KA aftur inn í leikinn (19-21) með góðum sóknum en Afturelding hélt fast og náði að klára hrinuna 21-25.

Afturelding byrjaði af sama krafti og í fyrstu hrinu og komast í 1-6. Þá gerir KA skiptingu og setja Sóldísi Júlíu inná fyrir Lucia. Afturelding heldur þó yfirhöndinni fram að miðri hrinu (14-14). Liðin skiptust á stigum þar til í 20-20 þá tók KA mikilvæga skorpu og lokaði hrinunni 25-21.

Þriðja hrina var jöfn fram að 5-5 en þá spýtir Afturelding í lófana og komast í 5-10. Þá tekur þjálfari KA leikhlé og KA koma sér aftur inn í leikinn eftir frábærar uppgjafir hjá Sóldísi júlíu.  KA jafnar 15-15 og ná þriggja stiga forskoti (18-15). Þá tekur þjálfari Aftureldingar leikhlé, eftir það skorar Afturelding fimm stig í röð (18-20). KA lét þetta ekki stoppa sig og tóku næstu fjögur stigin (22-20). Afturelding gerir þá tvöfalda skiptingu, inná fara Velina og Thelma og útaf fara Daníela og Michelle. Það dugði ekki til og KA klárar hrinuna 26-24.

Afturelding byrjar aftur af sama krafti og í fyrri hrinum og komast í 0-4. KA eru þó ekki þekktar fyrir að gefast upp og koma sér inn í leikinn og ná að jafna 5-5. Afturelding nær þó að halda yfirhöndinni fram að 10-7 en aftur slær Julía í gegn með sterkum sóknum og Sóldís tekur tvo ása og kemur KA í 13-10. KA nær að halda yfirhöndinni en Afturelding nær þá að jafna í 20-20. Liðin skiptast á stigum en KA nær að klára leikinn og vinna 28-26.

Stigahæst úr liði KA var Julia Bonet Garreras með 13 stig og stigahæst úr liði Aftureldingar var Micelle Traini með 10 stig.

Blakfréttir óska KA innilega til hamingju með að vera komnar í úrslit og viljum sérstaklega hrósa Sóldísi Júliu fyrir frábæra innkomu!