
Álftanes tók á móti KA laugardaginn 22. febrúar 2025.
KA byrjaði með 3 – 6 forskot og síðan 8 – 14, KA náði að halda þessu forskoti út alla hrinuna og unnu hana 18 – 25.
KA komu aftur sterkar inn í aðra hrinu og voru snemma komnar með yfirhöndina og voru komnar yfir 10 – 15, Álftanes reyndi að halda í en náði KA að halda sér á striki og unnu hrinuna 17 – 25.
Þriðja hrina byrjaði 0 – 8 fyrir KA og setti álftanes í mjög vonda stöðu. Álftanes hins vegar mjakaði sér hægt og rólega inn í leikinn og náðu að jafna í 19 – 19 eftir mikla baráttu og voru liðin jöfn til 21 – 21. KA gaf þá í og unnu hrinuna 22 – 25 og því með leikinn 0 – 3.