Innlendar fréttir

Staðan 1 – 1 og úrslita leikur í undanúrslitum á morgun

Afturelding og Völsungur mættust í öðrum leik í undanúrslitum laugardaginn 5. apríl.

Afturelding var snemma komnar með forskot í fyrstu hrinu, Völsungur héldu í alla hrinuna en náði Afturelding alltaf allavega einu stigi á undan. í 20 – 20 jafnaði Völsunugr loksins en dugði það ekki til og vann Afturelding fyrstu hrinu 25 – 21.

Völsungur byrjaði núna sterkara og voru komnar yfir 1 – 5, Völsungur náðu að halda góðu forskoti þanga til í 16 – 20 fékk Afturelding 4 stig í röð og náðu að jafna í 20 – 20. liðin voru mjög jöfn eftir það en náði Völsungur að vinna hrinuna 23 – 25.

Þriðja hrina var mjög mikið upp og niður hjá báðum liðum og náði stundum annað liðið 5 stigum yfir en hinir náðu alltaf að jafna, liðin voru 10 sinnum jöfn. En í 22 – 22 náði Völsungur að gefa í og kláruðu hringja 22 – 25.

Liðin voru jöfn í 12 – 12 en náði þá Afturelding 3 stiga forskoti, liðin skiptust á að fá stig eftir stig en náði Völsungur aldrei að minnka þennan mun og vann Afturelding hrinuna 25 – 20 og jöfnuðu leikinn 2 – 2.

Völsungur byrjuðu 5 hrinu sterkari og í 5 – 5 náðu þær mikilvægum stigum sem klóm þeim í 7 – 10, Afturelding var samt ekki lengi að minnka muninn og voru liðin jöfn í 11 – 11. Völsungur komust aftur yfir 12 – 14, Afturelding fengu eitt stig eftir það og kláraði svo Völsungur hrinuna 13 – 15 og því með leikinn 2 – 3.

Úrslita leikur í undanúrslitum er á morgun Þriðjudaginn 8. apríl á Húsavík.