Uncategorised

Strákarnir komnir í úrslit á Nevza!

U17 landsliðin hafa verið að keppa hörku leiki seinustu tvö daga á Nevza og er komið að úrslita deginum á morgun og hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig leikirnir hjá báðum liðum eru búnir að fara.

Stelpurnar töpuðu fyrsta leik gegn Noreg 0 – 3 eftir hörku baráttu, unnu síðan 3 – 2 á móti Danmörku, Unnu Færeyjar 3 – 2 sem kom þeim í undanúrslit gegn Noregi. Stelpurnar spiluðu æsi spennandi leik sem því miður endaði með sigri hjá Noregi í oddahrinu og munu þær því keppa um þriðja sæti á morgun þar sem þær munu mæta Svíþjóð.

Strákarnir byrjuðu mótið á að vinna Danmörku 3 – 2, Síðan mættu þeir Finnlandi þar sem þeir töpuðu 1 – 3, unnu síðan England 3 – 0 sem kom þeim í undanúrslit þar sem þeir mættu Svíþjóð. Þar kepptu þeir æsi spennandi leik þar sem þeir unnu 15 – 13 í oddahrinu og munu keppa á morgun um gullið á móti Finnlandi.

Þetta er besti árangur U17 strákaliðs Íslands á Nevza! Óskum þeim öllum góðs gengis á morgun.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *