Uncategorised

Tveir leikir fóru fram í Neskaupstað

Tveir leikir fóru fram í Neskaupstað bæði í Unbroken deild kvenna og karla. Álftanes sótti kvennalið Þróttar heim meðan karlalið Þróttar tók á móti Vestra og áttu þeir fyrsta leik. Gestirnir komu sterkir inn í fyrstu hrinu og náðu góðum tökum á hrinuni. Þróttur átti góð stig inn á milli en Vestri kláraði fyrstu hrinu heldur örruglega 25-16.

Bæði lið komu einbeitt inn í aðra hrinu og skiptust liðin á að hafa forustu þar til heimamenn náðu fimm stiga forskoti í stöðuni 19-14. Þá forustu gaf Þróttur ekki eftit og sigraði hrinuna 25-18 og jöfnuðu þar með leikinn.

Vestri byrjaði þriðju hrinuna gríðalega vel með frábæru varnarspili og sterkum miðjusóknum komust þeir fljótt í góða forustu í stöðunni 15-8. Þróttur reyndi hvað þeir gátu til að komast aftur inn í hrinuna en Vestri héldu pressuni allan tímann og sigruðu hrinuna með flottu blokk stigi 25-14.

Þróttsrst voru hvergi nærri hættir og komu þeir vel einbeittir inn í fjórðu hrinu og náðu þeir þægilegri forustu í stöðunni 15-10. Vestri átti góða spretti inn á milli en heimamen héldu þó sterkir út alla hrinuna sem endaði 25-21 og stóðu því leikar jafnir 2-2.

Vestri náði fljótt góðum tökum á oddahrinuni og komust í góða stöðu þegar liðinn skiptu um vallarhelming í stöðunni 8-2. Þróttur gaf þá í og komu sér aftur inn í hrinuna en það dugði ekki til að vann Vestri hrinuna 15-9 og þar með leikinn 3-2.

Stigahæstur í liði Þróttar Fjarðarbyggðar var Raul Garcia Asenso með 17 stig.
Stigahæstir í liði Vestra voru þeir Marcin Grasza, Adrian De Ios Santos Capdevila og Antonio Fernándes Ortiz með 14 sig hver.

Þróttur Fjarðabyggð tók á móti Álftanesi kvennameginn og var fyrsta hrina gríðalega jöfn og spennandi þar sem bæði lið sýndu glæsilega takta. Það var allt í járnum þegar staðan var 17-17 og tók þá æsispennadi kafli við þar sem Álftanes náði yfirhöndinni í stöðuni 24-23 þegar heimakonur tóku leikhlé sem dugðu ekki til þar sem gestirnir skoruðu næsta sig og tóku hrinuna 25-23.

Þróttara konur komu inn í aðra hrinu af gríðalegum krafti og vildu svo sannarlega hefna fyrir tapið í fyrstu hrinuni. Þær náðu góðum tökum á hrinuni í stöðuni 15-3. Álftanes komst aldrei á strik og sigruðu heimakonur örrugan sigur í annari hrinu 25-11.

Álftanes snéru þá við blaðinu og komu mun einbeitari inn í þriðju hrinu þar sem góðar uppgjafir og sterk hávörn skilaði þeim forustu í stöðuni 15-12. Skiptust liðinn á flottum stigum og náði Þróttur að jafna leikinn í 20-20. Frábærar miðjusóknir hjá gestunum skiluðu þeim þá sigri í þriðju hrinu 25-21.

Bæði lið komu inn í fjórðu hrinu af miklum krafti og var hrinan gríðalega jöfn. Staðan var 13-13 og virtist hvorugt liðið geta slitið sig frá hinu. Spennandi lokasprettur tók þá við og börðust bæði lið fyrir hverjum bolta en Álftanes náði þá að klára leikinn með sigri í fjórðu hrinu 25-22 og þar með leikinn 3-1.

Stigahæst í liði Þróttar Fjarðabyggð var Lucia Martin Carrasco með 24 stig.

Stigahæst í liði Álftanes var Danielle Nicole Forester með 16 stig.